19.1.2008 | 15:36
Furðuulegt bréf Guðjóns Ólafar Jónssonar
Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur sent öllum framsóknarmönnum í Reykjavík bréf þar sem hann fjallar um fatakaup forystumanna flokksins í borgarstjórn. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins að Guðjón Ólafur segi kaupin nema hundruðum þúsunda króna. Manni hlýtur að undrast þessi skrif hans og hver tilgangurinn sé hjá honum með því að að eltast við marklausar gróusögur sem sjálfsagt eru runnar undan rifjum málefnalegra rökþrota andstæðinga flokksins sem blómstra best ef þeir geta komið einhverju skítkasti í gang þegar rökin þrjóta. Mér finnst lítið leggjast fyrir fyrrverandi þingmann flokksins að eltast við slíkt skítkast og ómalefnaleg skrif hans ekki til þess fallin að bæta ímynd flokksins Ég hef iðulega verið kosningastjóri fyrir Framsóknaflokkinn í sveitastjórnarkosningum í Húnaþingi vestra og veit að þeim litlu fjármunum sem eru til ráðstöfunar í kosningsbaráttunni er betur varið í annað en til fatakaupa handa frambjóðendum enda held ég og veit að frambjóðendur flokksins sem og frambjóðendur annar flokka hvar sem er á landinu eigi örugglega einhverja leppa til skiptana
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Eggert Karlsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.